Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2008 | 00:41
Við þurfum að borga vitleysuna
Jæja ekki berast góðar fréttir neðan úr þeirri stofnun sem ekki fyrir svo löngu síðan hafði mikli reisn eða Alþingi. Húsráðendur þar eða ríkisstjórnin eru búnir að keyri í gegnum þingið fjárlagafrumvarp sem hefur dæmt okkur til að borga fyrir gáleysi þeirra (ríkistjórnarinnar) síðustu misseri. Þau hafa verið svo blind af valdahrokka og eiginhagsmunasemi að þau hafa gleymt því að þau séu í vinnu fyrir almenning. Hinn sá sami almenningur þarf að taka á sig mikkla útgjalda aukningu fyrir hvert heimili í formi skattahækkanni. Það á gjörsamlega að leggja auknar álögur ofan á allt sem þau gátu fundið. Þau eru stanslaust að tala í mótsögn við sjálfan sig og eru að reyna að fela raunveruleikann fyrir almenningi, til að mynda á ekki að ráðast á velferðakerfið en samt á skera niður fjármagn til Landsspítalans sem hefur verið rekinn hingað til í miklum halla. Ef ég hef skilið þetta rétt sem var sagt í Kastljósinu að þeir ætla ganga á öryrkja, þá er ríkisstjórnin að leggjast mjög lágt.
Ég er einn af þeim sem hef ekki notið góðærisins þar sem launin mín hafa ekki náð að fylgja verðbólgunni eftir og þar af leiðandi hef ég orðið fyrir kaupmáttar rýrnun nánast frá því að ég kláraði skólann. Þannig að mig langar að vita hvort að einhver geti svarað mér AF HVERJU Á ÉG AÐ BORGA ÞETTA BULL.
Það verður gaman að fylgjast með núna á þessum spennandi tímum sem eru framundan hvort að það sé eitthvað spunnið í verkalýðsforistuna. Margar stéttir eru með lausa kjarasamninga eða þeir eru að fara að losna núna á næstu mánuðum. Það hlýtur að vera krafa þeirra sem eru að fara semja um nýja samninga að lágmarka kaupmáttarrýrnunin. Ég get ekki séð hvernig almenningur eigi að geta komið til móts við ríkið þegar það gerir ekkert annað en að sparka í almenning sem liggur í sárum sínum.
Kæru samlandar! Eru þið tilbúin að láta slíkt ofbeldi yfir ykkur ganga. Ég segi fyrir mig NEI TAKK.
Sýnum nú öll mátt þjóðarinnar, hættum að kvarta og kveina yfir kaffibollum okkar og mætum á næsta útifund fleiri en nokkru sinni fyrr. Sýnum fram á það að við erum ekki strengjabrúður ríkisstjórnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 15:50
Það ætti að leggja Framsókn niður
Í gær var ég á leið heim úr vinnunni og var að hlusta á síðdegis útvarpið á rás 2. Þar var í viðtali Siv nokkur Friðleifdóttir. Þáttarstjórnandinn var að spyrja hana spjörunum úr og var hún sem bröttust. Þegar hún var spurð að því hverjir bæru ábyrgð á því ástandi sem nú væri, svarar hún eins og góðum stjórnmálamanni sæmir að ekki væri rétti tíminn til að benda í einhverja fáa aðila. En þegar hún var spurð út í það hvort að Framsókn bæri ekki ábyrgð!!!!!! Svarar hún ákveðin að þeir bæru einga ábyrgð!!!!!!! Heldur gerði núverandi ríkisstjórn það???? Ef minnið hjá mér er ekki farið að bresta þá held ég að það hafa verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem hleyptu útrásinni úr vör, gáfu bankana frá sér, hrópuðu upp að þetta væri rétta leiðin til að verða valdamikil þjóð. Forsprakkar þessara ríkisstjórnarflokka Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og þeirra flokksmenn bjuggu til þetta umhverfi þar sem góðærið grasseraði hjá fáum útvöldum. En það sem þeir gleymdu að gera var að búa til leikreglur. Það vita það allir að leikir þrífast ekki ef það eru engar reglur. Enda fór þessi leikur líka út um þúfur. Þannig að niðurstaðan er sú að eftir þennan misheppnaða leik erum við sem þjóð komin afturfyrir byrjunar reit. Hverjir eru það sem eiga svo að borga brúsann. Sennilega lendir það á komandi kynslóðum.
Þannig að ég get ekki skilið að hátt sett menneskja sem var á fullu í útrásar fylleríi ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Framsóknarflokkanna geti komið fram fyrir alþjóð og haldið því fram að þau beri enga ábyrgð. Það er nú einu sinni þannig að öllum gjörðum fylgir afleiðing. Þeir sem gera eitthvað verða takast á við þær afleiðingar sem því fylgir. Framsóknarflokkurinn er þvílíkur hræsnara flokkur og ætti því hreinlega að leggja hann niður.
Það má nú taka hattinn ofan fyrir forsætisráðherra okkar fyrir það að koma fram í kastljósinu í gær og viðurkenna að hann væri einn af þeim sem bæri ábyrgð á ástandinu og að hann ætlar ekki að flýja frá þeirri ábyrgð. Ég vona líka að hann standi við stóru orðin frá því í gær að hann ætlar ekki að láta kúga okkur sem þjóð og helst að þurfa ekki að borga meira en við þurfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 16:23
Slæm vinnubrögð hjá Reykjarvíkurborg
Núna um mánaðarmótin átti ég og mín heitt elskaða að fá veglega launahækkun. Launin okkar áttu að hækka um einn launaflokk. Þegar kom að því að fara að sjá budduna gildna kom á daginn að hækkunin komst ekki til skila. Þannig að það var farið á stúfana til að leita að skýringu. Viti menn, okkur var tjáð að launakerfið hjá Reykjarvíkurborg réði hreinlega ekki við að hækka launin okkar. Þetta á reyndar að verða leiðrétt um næstu mánaðarmót. Á meðan við þurfum að bíða hagnast Reykjavík við það að geyma aurana okkar. Þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur, því að menn eru búnir að vita af þessu frá 1. Maí. Í ljósi þess að þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti þykir mér þetta vera léleg vinnubrögð. Það hefur verið nægur tími til að gera ráðstafanir og því á svona ekki að geta komið fyrir og hvað þá tvívegis.
Þeir sem reikna út laun og sjá um það borga þau út (sérstaklega ríki og borg) þurfa að sjá til þess að launahækkanir komist til skila á réttum tíma. Þeir þurfa að gera ráðstafanir ef að kerfin þeirra ráða ekki við svona lagað. Ég get ekki annað séð en að svona hækkun sé mjög einföld aðgerð, aðeins fært um launaflokka og ekki neinar breytingar á launaflokkum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 17:31
Davíð Oddsson og hans menn eiga að segja af sér!
Það er mjög áhugaverð grein inni á vísi.is í dag. En þar er rakið hvernig æðstistrumpur í seðlabankanum hefur klúðrað efnahagsmálum á Íslandi. Ég skil því greinina á þann veg að þeir menn sem fara með forystu í þessum málum séu ekki starfi sínu vaxnir, þar af leiðandi ættu þeir að sjá sóma sinn í því að segja af sér strax. Ekki er það svo til að bæta málin að sjálfur Davíð Oddsson boðar til fréttamannafundar um kaupin á Glitni áður en undirskrift stærstu eigenda Glitis sé í höfn. Hann fullyrðir síðan í fjölmiðlum landssins að það sé ekki sannleikanum samkvæmt og stjónarmeðlimir Glitnis fari með rangt mál.
Það á að vera krafa okkar sem skattgreiðenda að þeir sem bera mestu ábyrgð í okkar samfélagi séu hæfir til að vinna vinnu sína. Davíð Oddsson hefur enga menntun í peningageiranum og virðist því ekki hæfur til að sinna því starfi eins og mér aðgerðir hans sýna fram á.
Hér að neðan ætla ég að birta grein sem birtist á vísir.is í dag (01.10 2008). Mjög áhugaverð grein.
Gengisvísitalan er komin í 205 stig sem þýðir að dollarinn kostar 111 krónur og hefur aldrei verið dýrari í sögunni. Þetta segir aðeins eitt, Seðlabankinn er alls ekki starfi sínu vaxinn. Raunar þegir bankastjórn Seðlabankans þunnu hljóði meðan að gjaldþrot blasir við hjá fjölda heimila og fyrirtækja. Einkum þeim sem létu ginnast af gylliboðum bankana um myntkörfulán á undanförnum einu til þremur árum.
Vanhæfi Seðlabankans liggur að mestu hjá einum manni, Davíð Oddsyni seðlabankastjóra. Öfugt við öll önnur vestræn lönd er aðalbankastjóri Seðlabankans hér hvorki hagfræði- eða viðskiptamenntaður né með sérstaka reynslu í fjármálum. Og því fer sem fer.
Stærstu mistök Seðlabankans voru gerð í vor. Þá samþykkti Alþingi heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku í erlendum gjaldeyri. Það lán var aldrei tekið þótt þeir sem vitið hafa og starfa að fjármálum hafi næstum grátbeðið bankann um að taka þetta lán strax. Raunar reyndi bankinn að klóra aðeins í bakkann núna síðsumars með 300 milljóna evru láni en það var of lítið og of seint.
Á þessum tíma, það er í vor, og næstu tvær vikurnar, var skuldatryggingarálagið á ríkissjóð um 150 punktar eða 1,5% og lánið hefði því ekki verið mjög kostnaðarsamt. Hins vegar vildi Davíð Oddsson alls ekki taka þetta 500 milljarða lán af einhverjum orsökum. Vísir hefur heimildir fyrir því að hinir bankastjórarnir tveir hafi verið áhugasamir um að taka lánið og lítið skilið í þvermóðsku Davíðs.
Síðar í sumar þegar spurt var eftir því hvað liði lántökunni voru svör Seðlabankans og raunar fjármálaráðherra einnig að skuldatryggingarálagið væri orðið of hátt. Nákvæmlega, það hækkaði og hækkaði af því að menn sáu ekkert koma frá Seðlabankanum. Í dag er þetta álag orðið yfir 570 punktar samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.
Næststærstu mistök Seðlabankans eru að þar á bæ sváfu menn algerlega á verðinum er Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað að dæla tugum milljörðum dollara inn á fjármálamarkaði heimsins til að reyna að lina lausafjárkreppuna sem ríkir þar. Seðlabankar hinna Norðurlandanna fengu sinn skerf af þessari aðstoð Bandaríkjamanna. Og meira til þegar bandaríska lánalínan til erlendu seðlabankanna var tvö- til þrefölduð í einni svipan í þessari viku. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi komið Seðlabankanum í opna skjöldu. En eins og einn sérfræðinganna sem Vísir ræddi við á þessum tíma sagði: „Þetta er ekki eins og boð í barnaafmæli. Menn verða að bera sig eftir björginni."
Seðlabankinn bar sig ekki eftir björginni og sendi síðan frá sér loðna tilkynningu um að Seðlabanki Bandaríkjanna hefði ekki séð ástæðu til að aðstoða Íslendinga að svo stöddu. Hugsanlega kæmi eitthvað síðar. Við bíðum enn.
Þriðju stærstu mistök Seðlabankans eru þau að hafa ekki fyrir löngu boðið bönkunum upp á skammtímaskiptasamninga í evrum gegn íslenskum veðum til skamms tíma. Þetta kostar bankann lítið sem ekkert en hefði hjálpað bönkunum mikið á síðustu vikum. Vísir sendi raunar fyrirspurn til bankastjórnar Seðlabankans í síðustu viku um afhverju þetta hefði ekki verið gert. Við bíðum enn eftir svarinu.
Við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans þann 11. september sagði Davíð Oddsson orðrétt: „Aðgerðir til þess að örva efnahagslífið nú, hvort heldur með minna aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar. Þær myndu tefja óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi, veikja gengi krónunnar og stuðla að meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum."
Síðan bankastjóri mælti þessi orð hefur gengi krónunnar fallið niður úr gólfinu og nú síðast í dag reiknar greining Kaupþings með því að verðbólgan fari í 16% fyrir áramót. Spurningin sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri verður að svara í stöðunni er: Hve langt á krónan að falla og hve hátt á verðbólgan að fara til að hann telji aðgerðir tímabærar? Við bíðum eftir svari.
Vísir spurði nokkra sérfræðinga hvað Seðlabankinn gæti gert núna til að bjarga því sem bjargað verður í augnablikinu. Allir voru sammála um eitt. Langmikilvægast fyrir Seðlabankann væri að ná samningum við aðra Seðlabanka um aðgang að lausu fé. Það er gera það sama og seðlabankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa verið að gera. Þetta fé gæti Seðlabankinn svo notað til að endurlána bönkunum.
Annað mikilvægt atriði er að Seðlabankinn og ríkisstjórnin komi með heildstæða áætlun til að vinna úr vandanum. Raunar átti að setja nefnd á laggirnar í mars s.l. sem átti að endurskoða peningamálastefnuna. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði þetta á fundi hjá Seðlabankanum og jafnframt að ekkert lægi á þeirri vinnu. Enn hefur ekkert komið fram opinberlega um hvort nefndin hafi verið stofnuð og ef svo er hvað hún sé að gera eða hafi gert. Við bíðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2008 | 13:13
Slök þjónusta hjá símanum
Núna í vor var ég að færa nettenginguna þaðan sem ég bjó og yfir á þann stað sem ég var að flytja á. Þetta er eitthvað sem hlítur að gerast daglega hjá símanum. Nema hvað að símreikningurinn hækkaði töluvert við þennann flutning. Ég í heimsku minni hélt að þessi flutningur hefði bara gengið snuðrulaus fyrir sig því að það dróst aðeins að ég tengdi tölvuna og símann og var ekki að velta því fyrir mér að ekki væri allt í lagi. Ég skammaði bara konuna fyrir að tala of mikið símann. En núna í haust fór ég að skoða betur reikninginn því að þetta gat ekki verið rétt. Á reikningnum stóð að ég var að borga af netinu á tveimur stöðum og hafði verið að gera það undanfarna mánuði. Ég verð að segja að ég varð núna töluvert undrandi því að ég hélt þegar maður biður um færslu á nettenginu væri sökkt á þeim gamla og kveikt á þeim nýja. Einfallt. En svo var nú ekki í mínu tilfelli þannig að ég hringi í þjónustsíma hjá símanunum þar sem kona tilkynnir mér að ég sé númur 36 á biðlista eftir að ná sambandi. Alltaf kemur sama konan reglulega til að segja mér hvað það eru margir á undan mér að kvarta við fyrirtækið. Væri ekki betra að hún myndi tilkynna mér hversu mikið þessi bið kostaði þvi varla er það frítt að hanga í símanum og bíða eftir því að fá að kvarta og kveina? Nema hvað eftir virkilega langa bið og ég var nánast búinn að gefast upp og orðinn verulega pirraður á biðinni svarar mér ný kona. Ég segi henni frá ógöngum mínum, hún skoðar málin og tilkynnir mér að þetta eigi ekki að vera svona og að þetta verði leiðrétt...... og ég á að fá tölvupóst um það hvernig það verður gert. Og hvað, ég bíð eftir tölvupóstinum sem lætur ekki sjá sig, þannig að eftir viku hringi ég aftur og fer í sömu biðinu til að ná sambandi og var orðinn álíka pirraður og í fyrra skiptið þegar ég loks náði sambandi. Þar var skýrt fyrir mér að þetta væri enn í vinnslu, því að þetta tekur 10 - 12 daga að fara í gegnum kerfið því að þetta þarf að fara í gegnum svo margar deildir. Hversu erfitt er að leiðrétta eitthvað sem er borðliggjandi og svo einfallt.
Núna tveimur vikum seinna er tölvupósturinn ekki kominn og það er komið að því að borga. Kannski eru þeir að bíða eftir því að ég borgi svo að þeir fá þennan pening í kassann lánaðann hjá mér og borga hann svo vaxtalaust til baka. En ef ég skulda þeim setjas þeir vexti á það.
Eftir að síminn var seldur frá ríkinu hefur þjónusta þeirra snarversnað og ég held að þeir ættu að fara að athuga sinn gang áður en viðskiptavinir fara að hrökklast í burtu því núna ætla ég að fara til hinna símafyrirtækin og athuga hvað þeir geta boðið mér. Ef þeir bjóða mér betur fer ég skipti strax, og sérstaklega núna þegar allt er að fara til fjandans í efnahagsmálunum og krónan er búin að vera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 01:00
Íslandsmótið kláraðist í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 00:23
Nú er ég orðinn eins og flestir sem lifa á tölvuöld
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Árni Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar