30.9.2008 | 13:13
Slök þjónusta hjá símanum
Núna í vor var ég að færa nettenginguna þaðan sem ég bjó og yfir á þann stað sem ég var að flytja á. Þetta er eitthvað sem hlítur að gerast daglega hjá símanum. Nema hvað að símreikningurinn hækkaði töluvert við þennann flutning. Ég í heimsku minni hélt að þessi flutningur hefði bara gengið snuðrulaus fyrir sig því að það dróst aðeins að ég tengdi tölvuna og símann og var ekki að velta því fyrir mér að ekki væri allt í lagi. Ég skammaði bara konuna fyrir að tala of mikið símann. En núna í haust fór ég að skoða betur reikninginn því að þetta gat ekki verið rétt. Á reikningnum stóð að ég var að borga af netinu á tveimur stöðum og hafði verið að gera það undanfarna mánuði. Ég verð að segja að ég varð núna töluvert undrandi því að ég hélt þegar maður biður um færslu á nettenginu væri sökkt á þeim gamla og kveikt á þeim nýja. Einfallt. En svo var nú ekki í mínu tilfelli þannig að ég hringi í þjónustsíma hjá símanunum þar sem kona tilkynnir mér að ég sé númur 36 á biðlista eftir að ná sambandi. Alltaf kemur sama konan reglulega til að segja mér hvað það eru margir á undan mér að kvarta við fyrirtækið. Væri ekki betra að hún myndi tilkynna mér hversu mikið þessi bið kostaði þvi varla er það frítt að hanga í símanum og bíða eftir því að fá að kvarta og kveina? Nema hvað eftir virkilega langa bið og ég var nánast búinn að gefast upp og orðinn verulega pirraður á biðinni svarar mér ný kona. Ég segi henni frá ógöngum mínum, hún skoðar málin og tilkynnir mér að þetta eigi ekki að vera svona og að þetta verði leiðrétt...... og ég á að fá tölvupóst um það hvernig það verður gert. Og hvað, ég bíð eftir tölvupóstinum sem lætur ekki sjá sig, þannig að eftir viku hringi ég aftur og fer í sömu biðinu til að ná sambandi og var orðinn álíka pirraður og í fyrra skiptið þegar ég loks náði sambandi. Þar var skýrt fyrir mér að þetta væri enn í vinnslu, því að þetta tekur 10 - 12 daga að fara í gegnum kerfið því að þetta þarf að fara í gegnum svo margar deildir. Hversu erfitt er að leiðrétta eitthvað sem er borðliggjandi og svo einfallt.
Núna tveimur vikum seinna er tölvupósturinn ekki kominn og það er komið að því að borga. Kannski eru þeir að bíða eftir því að ég borgi svo að þeir fá þennan pening í kassann lánaðann hjá mér og borga hann svo vaxtalaust til baka. En ef ég skulda þeim setjas þeir vexti á það.
Eftir að síminn var seldur frá ríkinu hefur þjónusta þeirra snarversnað og ég held að þeir ættu að fara að athuga sinn gang áður en viðskiptavinir fara að hrökklast í burtu því núna ætla ég að fara til hinna símafyrirtækin og athuga hvað þeir geta boðið mér. Ef þeir bjóða mér betur fer ég skipti strax, og sérstaklega núna þegar allt er að fara til fjandans í efnahagsmálunum og krónan er búin að vera.
Um bloggið
Árni Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.