6.10.2008 | 16:23
Slæm vinnubrögð hjá Reykjarvíkurborg
Núna um mánaðarmótin átti ég og mín heitt elskaða að fá veglega launahækkun. Launin okkar áttu að hækka um einn launaflokk. Þegar kom að því að fara að sjá budduna gildna kom á daginn að hækkunin komst ekki til skila. Þannig að það var farið á stúfana til að leita að skýringu. Viti menn, okkur var tjáð að launakerfið hjá Reykjarvíkurborg réði hreinlega ekki við að hækka launin okkar. Þetta á reyndar að verða leiðrétt um næstu mánaðarmót. Á meðan við þurfum að bíða hagnast Reykjavík við það að geyma aurana okkar. Þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur, því að menn eru búnir að vita af þessu frá 1. Maí. Í ljósi þess að þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti þykir mér þetta vera léleg vinnubrögð. Það hefur verið nægur tími til að gera ráðstafanir og því á svona ekki að geta komið fyrir og hvað þá tvívegis.
Þeir sem reikna út laun og sjá um það borga þau út (sérstaklega ríki og borg) þurfa að sjá til þess að launahækkanir komist til skila á réttum tíma. Þeir þurfa að gera ráðstafanir ef að kerfin þeirra ráða ekki við svona lagað. Ég get ekki annað séð en að svona hækkun sé mjög einföld aðgerð, aðeins fært um launaflokka og ekki neinar breytingar á launaflokkum.
Um bloggið
Árni Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.