Það ætti að leggja Framsókn niður

Í gær var ég á leið heim úr vinnunni og var að hlusta á síðdegis útvarpið á rás 2. Þar var í viðtali Siv nokkur Friðleifdóttir. Þáttarstjórnandinn var að spyrja hana spjörunum úr og var hún sem bröttust. Þegar hún var spurð að því hverjir bæru ábyrgð á því ástandi sem nú væri, svarar hún eins og góðum stjórnmálamanni sæmir að ekki væri rétti tíminn til að benda í einhverja fáa aðila. En þegar hún var spurð út í það hvort að Framsókn bæri ekki ábyrgð!!!!!! Svarar hún ákveðin að þeir bæru einga ábyrgð!!!!!!! Heldur gerði núverandi ríkisstjórn það???? Ef minnið hjá mér er ekki farið að bresta þá held ég að það hafa verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sem hleyptu útrásinni úr vör, gáfu bankana frá sér, hrópuðu upp að þetta væri rétta leiðin til að verða valdamikil þjóð. Forsprakkar þessara ríkisstjórnarflokka Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og þeirra flokksmenn bjuggu til þetta umhverfi þar sem góðærið grasseraði hjá fáum útvöldum. En það sem þeir gleymdu að gera var að búa til leikreglur. Það vita það allir að leikir þrífast ekki ef það eru engar reglur. Enda fór þessi leikur líka út um þúfur. Þannig að niðurstaðan er sú að eftir þennan misheppnaða leik erum við sem þjóð komin afturfyrir byrjunar reit. Hverjir eru það sem eiga svo að borga brúsann. Sennilega lendir það á komandi kynslóðum.

 Þannig að ég get ekki skilið að hátt sett menneskja sem var á fullu í útrásar fylleríi ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Framsóknarflokkanna geti komið fram fyrir alþjóð og haldið því fram að þau beri enga ábyrgð. Það er nú einu sinni þannig að öllum gjörðum fylgir afleiðing. Þeir sem gera eitthvað verða takast á við þær afleiðingar sem því fylgir. Framsóknarflokkurinn er þvílíkur hræsnara flokkur og ætti því hreinlega að leggja hann niður.

Það má nú taka hattinn ofan fyrir forsætisráðherra okkar fyrir það að koma fram í kastljósinu í gær og viðurkenna að hann væri einn af þeim sem bæri ábyrgð á ástandinu og að hann ætlar ekki að flýja frá þeirri ábyrgð. Ég vona líka að hann standi við stóru orðin frá því í gær að hann ætlar ekki að láta kúga okkur sem þjóð og helst að þurfa ekki að borga meira en við þurfum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Árni Guðmundsson

Höfundur

Árni Guðmundsson
Árni Guðmundsson
Ég er íþróttabulla og annarskonar bullari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband